Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Meðaltal alsælu og vansælu = skratti gott

Okkur er sagt að kaupmáttur hafi aukist um 56% að meðaltali síðastliðin 9 ár. Nú ætla ég ekki að efast um að þetta sé rétt hjá stjórnarliðinu, en það er afskaplega hæpið að einblína á meðaltöl. Dæmi: Þú setur aðra hendina í 60°C bakarofn og hina í -20°C frystihólf, að meðaltali ætti þér að líða skrambi vel í 40°C hita (60+20=80:2=40°C). Þú veist betur því innan 5 mínútna verður þú búin að taka báðar hendurnar úr þessum skilyrðum því þú heldur þetta ekki út, þér líður mun betur þegar skilyrðin eru jöfn.

Nákvæmlega sama gildir um kaupmáttinn. Þó kaupmáttur hafi aukist um 56% að meðaltali, þá hefur hann aukist um 30% hjá þeim verst settu í þjóðfélaginu, en 118% hjá þeim best settu. Sjálf er ég örugglega nálægt meðaltalinu, en mér líður samt illa yfir þessari mismunun. Mig langar ekki að lifa í þjóðfélagi, þar sem bilið milli þeirra efnuðu og fátæku eykst og eykst. Ég er ekki á móti því að fólk verði ríkt, get meira að segja samglaðst því. En ég er afskaplega ósátt við að horfa upp á stéttskiptingu verða til á Íslandi. Ég sem var svo stolt þegar ég fór til náms í Þýskalandi 1979 og gat sagt við þjóðverja að á Íslandi væru allir jafnir. Allir höfðu sömu möguleika á menntun og heilbrigðisþjónustu og engin stéttskipting. Núna 25 árum síðar er allt önnur staða í íslensku þjóðfélagi hvað þetta varðar. Að fara til læknis og tannlæknis verður alltaf dýrara og dýrara, hlutur Tryggingastofnunar verður að sama skapi minni og minni. Þeir efnaminni sem oftar en ekki eru sjúkir þurf því að verja stærri hluta af ráðstöfunartekjum sínum til heilbrigðisþjónustu en áður.

Ef við lítum í kringum okkur sjáum við að allt er á fleygi ferð. Úr mörgu andlitinu skín "ég um mig frá mér til mín" Fólk má ekki vera að því að líta í kringum sig og athuga hvernig næsti maður hefur það í raun.

Við verðum að snúa þessu við og byggja aftur upp þjóðfélag sem byggir á samkennd. Samfylkingin er best til þess fallin að koma því í framkvæmd. Kjósum því jöfnuðin í vor.

 


Hneyksli í Kastljósi

Kastjós setur mikið niður í umfjöllun sinni um veitingu ríkisborgararéttar til handa tilvonandi tengdadóttur Jónínu Bjartmarz. Þvílíkan dónaskap sem Helgi stjórnandi þáttarins sýndi Jónínu, ég hef aldrei séð annað eins. Hvað eftir annað greip hann fram í fyrir henni með slíkri frekju að aðeins stuttbuxna karlmaður getur slíkt ! Jónína þú stóðst þig vel, hefðir átt að talað við hann eins og óuppalin stákling, það hefði hæft honum betur.

Baráttan - Áfram, áfram .......

Pólitík er hópíþrótt. Lið með góða einstaklinga sem spila saman nær árangri. Rétt eins og strákarnir okkar eru góðir handboltamenn og spila vel saman, enda náðu þeir frábærum árangri í vetur, til hamingju með það!Í öllum stjórnmálaflokkum eru góðir stjórnmálamenn, misgóðir þó. Í hverju liði bera þó einhverjir einstaklingar af, Óli Stefáns, Guðjón Valur, Geir Haarde, Steingrímur J. og síðast en ekki síst Ingibjörg Sólrún.Solla hefur sýnt það og sannað að hún er með betri stjórnmálamönnum okkar tíma. Henni tókst að sameina vinstri öfl stjórnmálanna í Reykjavík og fékk liðið til að spila saman og stjórna borginni í 3 kjörtímabil, sumir segja vel en aðrir illa. Flestir hafa eitthvað til síns máls um hvernig til tókst, en fáir efast um stjórnmálahæfileika Sollu. Hún var mjög vinsæll borgarstjóri og náði góðum árangri sérstaklega í málefnum kvenna t.d. stjórnunar- og launajöfnun kynjanna hjá borginni.Í vetur náði Samfylkingar-liðið ekki að spila nógu vel saman, en núna er það að smella. Hver og einn hefur sína styrkleika og veikleika og það verður að spila þannig að sérhver nýti sína styrkleika sem mest. Sendingarnar þurfa að vera vandaðar svo þær endi með marki. Sendingarnar þurfa einnig að vera áræðnar og sumar áhættumiklar.Þegar mikið er um feilsendingar byrja stuðningsmenn að lippast niður, láta lítið fyrir sér fara í stúkunni, sumir forða sér og vilja jafnvel ganga í annað lið eða stofna nýtt. Reglur hópíþrótta eru tiltölulega einfaldar:
  1. Bera virðingu fyrir hinu liðinu, ekki hræddur, enginn er ósigrandi.
  2. Aldrei rífast innbyrgðis inni á velli, það veikir og hitt liðið eflist til muna.
  3. Hafa gaman af leiknum, stappa stálinu í samherjana.
  4. Spila saman, skiptir ekki máli hver skorar.
  5. Ekki deila við dómarann (fjölmiðla).
  6. Gefast aldrei upp, leikurinn er búinn þegar flautan gellur, ekki mínútu fyrr.
Áfram Solla og þitt réttlætis sinnaða lið í Samfylkingunni, nú er að spýta í lófana, láta gamminn geysa.

Áfram Samfylking

Áfram Ingibjörg Sólrún og þitt góða lið í Samfylkingunni, nú er að spýta í lófana, láta gamminn geysa. Regla númer eitt:

  1. Gefast aldrei upp, leikurinn er búinn þegar flautan gellur, ekki mínútu fyrr !


mbl.is Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnréttisfólk - Staðan er 27:0

Frá því íslendingar tóku við stjórn landsins fyrir rúmum 100 árum hafa 27 karlar verið forsætisráðherrar, engin kona (27:0), skoðið þetta yfirlit: http://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%A6tisr%C3%A1%C3%B0herrar_%C3%A1_%C3%8Dslandi Hvernig í ósköpunum stendur á þessu? Ingibjörg Sólrún var kosinn formaður Samfylkingarinnar vegna greindar sinnar og stjórnunarhæfileika. Hefð er fyrir því á Íslandi að formaður stjórmálaflokks verði forsætisráðherra ef viðkomandi flokkur myndar meirihluta. Kosningarnar í vor snúast m.a. um jafnrétti kynjanna. Viljum við jafnrétti í raun?Ingibjörg Sólrún er eina konan sem getur orðið forsætisráðherra á næstunni, það er staðreynd. Hinar konurnar, sem einnig eru greindar og flottar eru bara ekki fremstar í röðinni, strákarnir eru þar. Kolla Halldórs, Steingrímur fyrir framan. Þorgerður Katrín, Geir fyrir framan. Sif Friðleifs, Jón fyrir framan. Margrét Sverris, já hún yfirgaf rasistana, gott hjá henni.Kjósum eftir hjartanu í vor, höfum þó í huga að misrétti kynjanna viðgengst enn, staðan yrði þá allavega 27:1.


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Um bloggið

Sigurborg Daðadóttir

Höfundur

Sigurborg Daðadóttir
Sigurborg Daðadóttir

Samfylkingarkona í baráttuhug

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband