27.4.2007 | 19:48
Baráttan - Áfram, áfram .......
Pólitík er hópíþrótt. Lið með góða einstaklinga sem spila saman nær árangri. Rétt eins og strákarnir okkar eru góðir handboltamenn og spila vel saman, enda náðu þeir frábærum árangri í vetur, til hamingju með það!Í öllum stjórnmálaflokkum eru góðir stjórnmálamenn, misgóðir þó. Í hverju liði bera þó einhverjir einstaklingar af, Óli Stefáns, Guðjón Valur, Geir Haarde, Steingrímur J. og síðast en ekki síst Ingibjörg Sólrún.Solla hefur sýnt það og sannað að hún er með betri stjórnmálamönnum okkar tíma. Henni tókst að sameina vinstri öfl stjórnmálanna í Reykjavík og fékk liðið til að spila saman og stjórna borginni í 3 kjörtímabil, sumir segja vel en aðrir illa. Flestir hafa eitthvað til síns máls um hvernig til tókst, en fáir efast um stjórnmálahæfileika Sollu. Hún var mjög vinsæll borgarstjóri og náði góðum árangri sérstaklega í málefnum kvenna t.d. stjórnunar- og launajöfnun kynjanna hjá borginni.Í vetur náði Samfylkingar-liðið ekki að spila nógu vel saman, en núna er það að smella. Hver og einn hefur sína styrkleika og veikleika og það verður að spila þannig að sérhver nýti sína styrkleika sem mest. Sendingarnar þurfa að vera vandaðar svo þær endi með marki. Sendingarnar þurfa einnig að vera áræðnar og sumar áhættumiklar.Þegar mikið er um feilsendingar byrja stuðningsmenn að lippast niður, láta lítið fyrir sér fara í stúkunni, sumir forða sér og vilja jafnvel ganga í annað lið eða stofna nýtt. Reglur hópíþrótta eru tiltölulega einfaldar:
- Bera virðingu fyrir hinu liðinu, ekki hræddur, enginn er ósigrandi.
- Aldrei rífast innbyrgðis inni á velli, það veikir og hitt liðið eflist til muna.
- Hafa gaman af leiknum, stappa stálinu í samherjana.
- Spila saman, skiptir ekki máli hver skorar.
- Ekki deila við dómarann (fjölmiðla).
- Gefast aldrei upp, leikurinn er búinn þegar flautan gellur, ekki mínútu fyrr.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurborg Daðadóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin í bloggheima! Áfram stelpa, þetta var lagið!
Viðar Eggertsson, 27.4.2007 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.