Meðaltal alsælu og vansælu = skratti gott

Okkur er sagt að kaupmáttur hafi aukist um 56% að meðaltali síðastliðin 9 ár. Nú ætla ég ekki að efast um að þetta sé rétt hjá stjórnarliðinu, en það er afskaplega hæpið að einblína á meðaltöl. Dæmi: Þú setur aðra hendina í 60°C bakarofn og hina í -20°C frystihólf, að meðaltali ætti þér að líða skrambi vel í 40°C hita (60+20=80:2=40°C). Þú veist betur því innan 5 mínútna verður þú búin að taka báðar hendurnar úr þessum skilyrðum því þú heldur þetta ekki út, þér líður mun betur þegar skilyrðin eru jöfn.

Nákvæmlega sama gildir um kaupmáttinn. Þó kaupmáttur hafi aukist um 56% að meðaltali, þá hefur hann aukist um 30% hjá þeim verst settu í þjóðfélaginu, en 118% hjá þeim best settu. Sjálf er ég örugglega nálægt meðaltalinu, en mér líður samt illa yfir þessari mismunun. Mig langar ekki að lifa í þjóðfélagi, þar sem bilið milli þeirra efnuðu og fátæku eykst og eykst. Ég er ekki á móti því að fólk verði ríkt, get meira að segja samglaðst því. En ég er afskaplega ósátt við að horfa upp á stéttskiptingu verða til á Íslandi. Ég sem var svo stolt þegar ég fór til náms í Þýskalandi 1979 og gat sagt við þjóðverja að á Íslandi væru allir jafnir. Allir höfðu sömu möguleika á menntun og heilbrigðisþjónustu og engin stéttskipting. Núna 25 árum síðar er allt önnur staða í íslensku þjóðfélagi hvað þetta varðar. Að fara til læknis og tannlæknis verður alltaf dýrara og dýrara, hlutur Tryggingastofnunar verður að sama skapi minni og minni. Þeir efnaminni sem oftar en ekki eru sjúkir þurf því að verja stærri hluta af ráðstöfunartekjum sínum til heilbrigðisþjónustu en áður.

Ef við lítum í kringum okkur sjáum við að allt er á fleygi ferð. Úr mörgu andlitinu skín "ég um mig frá mér til mín" Fólk má ekki vera að því að líta í kringum sig og athuga hvernig næsti maður hefur það í raun.

Við verðum að snúa þessu við og byggja aftur upp þjóðfélag sem byggir á samkennd. Samfylkingin er best til þess fallin að koma því í framkvæmd. Kjósum því jöfnuðin í vor.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurborg Daðadóttir

Höfundur

Sigurborg Daðadóttir
Sigurborg Daðadóttir

Samfylkingarkona í baráttuhug

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband